Upcoming Exhibitions

Kári Björn opnar sýninguna “Pooches” í Studio Sól 7 – 27 mars.

Opnun 7 mars frá 17-19

“Serían Pooches fylgir eftir gæludýramótaröð í New York borg sem nær hámarki í byrjun febrúar með hinni árlegu New York Pet Fashion Show hátíð á efstu hæð Pennsylvania Hotel. Á sama tíma er New York Fashion Week og hin gamalgróna Westminster Kennel Club hundasýning sem hefur verið haldin síðan 1877. Þrátt fyrir að flest gæludýrin séu hundar sjást einnig kettir, svín, hestar, eðlur, hænur og rottur af og til.

Allar keppnirnar eru fjáröflun fyrir hunda-og gæludýraskýli í borginni en eru einnig hégómaeldsneyti fyrir keppendurna sem eyða fleiri þúsundum dollara og mánuðum í undirbúning. Allra hörðustu keppendurnir kaupa sér þjónustu gæludýrafatahönnuða sem sérsníða allt frá skartgripum yfir í konungslegar skikkjur og kórónur.

Ég ólst upp á miklu hundaheimili í vesturbæ Reykjavíkur. Amma var einn af stofnfélögum Hundavinafélags Íslands og var heimasíminn í Granaskjóli um tíma aðal símanúmer félagsins. Fólk hringdi oftast vegna týndra hunda og komu Mamma og pabbi þar af leiðandi oft heim með hálfringlaða hvutta sem höfðu óvart látið ævintýraþránna ná of langt.

Guy Debord skrifaði um sjónarspilið (e. the spectacle) stuttu eftir miðja síðustu öld. Hann gagnrýndi harðlega myndræna menningu, auglýsingar, frægðardýrkun og sagði að sjónarspilið væri tól kapítalismans til að svæfa og trufla almúgann. Rúmlega 50 árum seinna má segja að versta martröð Debord hafi ræst. Ég tek viljandi þátt í þessari martröð og elska hverja einustu mínútu af fíflaskapnum, yfirborðshyggjunni og okkar nútíma sjónarspili.”

 

/////////

 

Kári Björn opens his exhibition “Pooches” at Studio Sol on March 7th – March 27th.

Kári Björn is an Icelandic freelance photographer living and working in New York City:

“I was in part raised by a couples of poodles and my parents ran a makeshift dog shelter out of the house. We had dogs coming in and out my entire childhood, which we tried to get back to their owners.

Pooches follows the doggie fashion world in New York City. From the annual New York Pet Fashion Show at the Pennsylvania Hotel during the week of the prestigious Westminster Kennel Club and Show and New York Fashion Week to independent fashion galas and competitions, held around the city to raise money for animal shelters.”

////

 Opening Reception: Saturday March 7th, 17-19. 

 

20200215_KB_DogExhibit_16

 

https://www.karibjorn.com

Create your website with WordPress.com
Get started